top of page

Sjálfslýsing

Sölvi Hrannar

​Ég er námsmaður í 10. bekk, Víkurskóla. Ég er skemmtilegur, hugmyndaríkur og metnaðarfullur. Uppáhaldfagið mitt er stærðfræði og ég hef æft fótbolta með Fjölni síðan ég var sex ára. Ég bý í Víkurhverfinu með mömmu, pabba og tveimur yngri systrum mínum.

IMG_9883 (1).jpg

Þróun mín sem nemandi

skolinn.jpg

​Ég hef lært mikið síðan ég byrjaði í 8. bekk. Ég hef ekki bara lært hluti tengda náminu heldur líka hluti sem geta nýst mér inn í lífið. Ég hef þroskast mikið sem nemandi í Víkurskóla. Þar sem Víkurskóli er nýsköpunarskóli takast nemendur á við fjölbreytt verkefni og við fáum tækifæri sem ekki allir skólar fá. Víkurskóli hefur undirbúið nemendur í 10. bekk vel fyrir næstu skref lífsins. Til dæmis með því að vinna mikla heimildarvinnu sem er gagnleg að kunna í menntaskóla. Fjölbreytni í skólastarfi getur einnig undirbúið okkur vel fyrir menntaskóla. Ég hef undirbúið mig fyrir menntaskóla með því að skila öllum verkefnum á réttum tíma og fylgjast vel með í tímum. Uglukennararnir hafa veitt mér mikinn innblástur fyrir náminu, þó sérstaklega Hildur. Í Uglu lærum við mikið fjölbreyttu efni sem krefst mikillar hugmyndavinnu, sjálfstæðis og samvinnu. Það sem ég mun sakna mest við grunnskóla eru vinirnir og kennararnir.

bottom of page