top of page

Heimildaritgerð

Heimildaritgerðin var unnin þannig að við máttum sjálf velja viðfangsefni til að fjalla um í ritgerðinni. Í lok Uglunnar átti að skrifa fimm efnisgreina ritgerð, samantekt úr ritgerðinni á ensku og setja upp tilvísanir og heimildaskrá sem var gerð eftir APA kerfi Háskóla Íslands.

Screenshot 2023-05-15 3.34.17 PM.png

01

Handbókin

Blank 6 Panel Grid Comic Strip.png

Í þessa Uglu var lögð mikil vinna. Hildur kennari bjó til 70 blaðsíðna handbók með nákvæmum leiðbeiningum um verkefnið. Við gátum einnig notað handbókina til að afla okkur upplýsinga varðandi verkefnið, ritgerðina og alla heimildavinnu.

02

​Útskýring á verkefninu

Verkefninu var skipt í tvo helminga í fyrri helmingnum skrifuðum við ritgerðina og í sá seinni fórum við yfir og lagfærðum hana eftir að kennararnir voru búnir að fara yfir og skrifa það sem ætti að laga. Heimildaritgerðin var fyrsta verkefnið sem við notuðum almennilega heimildir í.  Ferlið fór fram þannig að við byrjuðum á því að velja okkur viðfangsefni til að skrifa um, síðan fundum við rannsóknarspurningar, fyrra uppkast, seinna uppkast og svo síðan lokafrágangur. Lokaafurð Uglunnar var því fimm efnisgreina ritgerð, heimildaskrá og samantekt á ensku.

Screenshot 2023-05-21 2.59.53 PM.png
Screenshot 2023-05-15 2.28.41 PM.png

03

Hvað lærði ég í þessu verkefni?

Heimildir voru eitthvað sem ég hafði ekki heyrt um fyrr en við byrjuðum í þessari Uglu. ​Þetta var einnig fyrsta alvöru ritgerðin sem ég hef skrifað, og þá líka með heimildum. Ég lærði hvernig skrifa skal ritgerð, fara yfir ritgerð og að gera samantekt.

04

Af hverju valdi ég þetta verkefni?

​Mér fannst heimildaritgerðin mjög skemmtileg vegna þess að það var valfrjálst viðfangsefni. Þetta er sú Ugla sem ég lærði mest af og við lærðum að gera heimildaskrá sem er gott að kunna. 

bottom of page