top of page
learning-owl-books-cartoon-glasses-hand-drawn-illustration-sitting-top-72744498.jpg

Ugla

Ugla er fag í Víkurskóla sem flestir kannast ekki við. Í 9. og 10. bekk er Ugla er samþætting úr íslensku, ensku, samfélagsfræði og upplýsinga-  og tæknimennt. Það er sex vinnutímar í Uglu á viku og eru þeir notaðir til að vinna fjölbreytt og fræðandi verkefni sem krefjast ímyndunarafls og sköpunar en jafnframt aga og vinnusemi. Uglurnar vinna mikið með samvinnuverkefni og því er gríðarlega mikilvægt að geta unnið vel í hóp. Einnig eru þó einstaklingsverkefni inn á milli og þá reynir á mann sjálfan sem námsmann.

Cold War image Soviet Union vs USA visual CREDIT ALAMY.jpg

Kalda stríðið

Kalda stríðið var fyrsta uglan í 10. bekk. Við lásum fyrst bók sem heitir Frelsi og velferð. Síðan voru lítil verkefni eftir hvern tíma um það sem við lásum. Þau verkefni voru notuð til hækkunar. Eftir það gerðum við lokaverkefni þar sem við skrifuðum um Kalda stríðið á ensku og íslensku á Padlet.

photo-1455390582262-044cdead277a.jpeg

Heimildaritgerð

Heimildaritgerðin var bæði fjölbreytt og skemmtileg. Hún var klárlega ein af mínum uppáhalds uglum. Við fengum að velja okkur sjálf viðfangsefni sem við ætluðum að skrifa um og ritgerðin mátti ekki vera lengri en ein blaðsíða. Síðan í lokin þurfti maður að gera stutta samantekt úr ritgerðinni á ensku.

fantasy-book-hd-wallpaper-preview.jpg

Lestur er bestur

Lestur er bestur er eitt af mínum uppáhalds verkefnum í Uglum. Verkefnið  var unnið í hóp og reyndi mikið á sköpun og hugmyndaflugið. Verkefnið snérist um að lesa bók, búa til myndasögu og gera samantekt úr bókinni. Við bjuggum einnig til vinnuáætlun og skrifuðum um mikilvægi lesturs.

istockphoto-821426100-612x612.jpg

Race is a Human Invention

Þetta var þrískipt Ugla þar sem kennarar unnu með sama viðfangsefnið á ólíkan hátt. Hjá Hildi var verið að læra um sögu svartra í BNA og við bjuggum til upplýsingaplakat um efni að okkar eigin vali sem var tekið fram í tímum. Hjá Kristínu köfuðum við í erfið orð sem tengdust sögu svartra. Síðan æfðum við okkur að kynna fyrir framan aðra og gerðum sjálfslýsingu um okkur. Að lokum hlustuðum við á bók hjá Fionu sem heitir Born a Crime og gerðum útdrátt úr hverjum kafla. Yfirmarkmið kennara var að kynna okkur fyrir því sem minnihlutahópar hafa þurft að ganga í gegnum.

istockphoto-821426100-612x612.jpg

Bland í poka

Bland í poka var þrískipt Ugla og inniheldur einar af mínum uppáhalds Uglum. Hjá Fionu fórum við í Uglu sem heitir Fame og gerðum kynningu um fræga manneskju og kyntum síðan á ensku. Hildur var með Uglu sem heitir Samþykkt, þá vorum við að læra kynfræðslu og um heilbrigð sambönd. Hjá Kristínu vorum við að búa til okkar eigin stjórnmálaflokk og æfa okkur að standa fyrir framan fólk og kynna. 

20452878.jpg

Kyn

Kyn var Ugla sem var mikilvæg að læra. Við horfðum á tvær myndir, þær heita The Mask You Live In og Miss Representation. Á meðan við horfðum á myndirnar áttum við að svara spurningum og íhugunum sem tengdust myndunum.

HD-wallpaper-book-hop-man-fantasy-world.jpg

Skerptu þinn skilning

Skerptu þinn skilning var Ugla til að efla lesskilning. Í Uglunni lásum við og svöruðum spurningum úr fjórum textum á íslensku og fjórum á ensku. Það var einnig farið yfir það hvar Ísland stendur sem þjóð í lesskilningi og lestrarhraða miðað við önnur lönd í Evrópu.

f0fbc05d19d4e24038a49e9c92f8591f.jpg

Vegvísirinn

Vegvísirinn var tvískipt Ugla. Hjá Hildi og Líneyju var verið að vinna verkefni tengd menntaskólum og áhugasviðskönnun. Hjá Fionu og Kristínu mátti maður velja gömul verkefni og gera þau aftur eða búa til ný verkefni til að hækka námsmatið sitt.

istockphoto-1300123069-612x612.jpg

Að miðla málum

Að miðla málum er síðasta uglan okkar í 10. bekk. Í þessari uglu þarf maður að velja og tala um uppáhalds uglurnar sínar yfir allt árið. Síðan býr maður til vefsíðu og skrifar um sjálfan sig, uppáhalds uglurnar sínar og síðan heldur maður fimm mínútna kynningu fyrir kennara, foreldra og samnemendur.

bottom of page