Að miðla málum
Lestur er bestur
Lestur er bestur er Ugla sem var gerð til að auka áhuga á lestri hjá krökkum. Í Uglunni átti að búa til tímaáætlun. Síðan átti að velja bók og lesa hana saman með námsfélaga. Úr bókinni átti að halda lestrardagbók, skrifa um aðalpersónurnar og lokaafurðin var síðan myndasaga.
01
Útskýring á verkefninu
Verkefnið var unnið í 2-3. manna hópum. Fyrst þurftum við að velja bók sem var lengri en 200 bls. Síðan unnum við að tímaáætlun sem sagði til um hvenær hver okkar átti að glósa (við kaflaskiptum á milli okkar). Á meðan við lásum bókina héldum við sameiginlega lestrardagbók og þar sem samantekt úr köflunum þurfti einnig að koma fram. Þegar lestri bókarinnar var lokið var komið að lokaafurðinni. Hún fólst í því að geta komið söguþræði bókarinnar frá sér í 12 atriðum (greint aðalatriði frá aukaatriðum). Útfærslan var teiknimyndasaga með 12 römmum (bæði myndir og textar) og átti hver sem las myndasöguna að skilja í megindráttum alla söguna. Myndasagan mátti vera handteiknuð eða tölvugerð.
02
Mikilvægi lesturs
Í lok Uglunnar áttum við að færa í orð hvers vegna lestur er hollur og um mikilvægi hans. Ásamt því vorum við beðin að finna lausnir hvernig hægt sé að hvetja ungt fólk á okkar aldri til að lesa meira. Við gátum einnig fundið rannsóknir til okkur stuðnings og vitnað í þær.
03
Hvað lærði ég í þessu verkefni?
Lestur er bestur var mikið unnið í forriti sem heitir Canva. Ég hafði aldrei áður almennilega lært á það. Ég lærði einnig það að skipulag er eitt það allra mikilvægasta í hópvinnu, og að lykillinn að velgengni í hópverkefnavinnu sé sá að allir taki jafna þátt og sýni frumkvæði.
04
Af hverju valdi ég þetta verkefni?
Lestur er bestur varð fyrir valinu hjá mér vegna þess að það var svo mikil fjölbreytileiki í öllu ferlinu. Þetta verkefni reyndi mikið á hugmyndavinnu og skipulag. Ég valdi þetta einnig af því að ég vann verkefnið mjög vel og lagði mikið á mig til að gera það flott og vandað.