Að miðla málum
Fame
Fame varr hluti af Uglunni Bland í poka. Verkefnið var allt unnið á ensku. Fame snérist um að búa til einhvers konar verkefni um fræga manneskju og kynna síðan verkefnið fyrir hópfélögum.
01
Útskýring á verkefninu
Við byrjuðum á að velja okkur viðfangsefni til að fjalla um, og síðan hvernig við vildum koma verkinu frá okkur. Við fengum 12 kennslutíma til þess að vinna í verkefninu okkar einu og sér. Eftir þessa 12 tíma vorum við sett saman í fjögurra manna hópa og kynntum hvert fyrir öðru. Í þessum litlu kynningum áttum við að gefa ítarlega endurgjöf eða jafningjamat (tvennt sem vel var gert og eitt sem þarfnaðist lagfæringa). Við unnum síðan í lagfæringum og enduðum á að kynna fyrir framan allan ugluhópinn. Kynningin átti að vera tvær mínútur og auðvitað á ensku..
02
Verkefnið mitt
Ég ákvað að búa til glærukynningu á Prezi og valdi að fjalla um fótboltamanninn Lionel Messi. Ég skipti verkinu niður í þrjú aðalviðfangsefni: æska Messi, fótboltaferill hans og fjölskyldan hans og foreldrar.
03
Hvað lærði ég í þessu verkefni?
Það sem ég lærði í þessu verkefni var það að standa fyrir framan hóp af fólki og kynna verkefnið mitt á ensku. Ég gerði kynninguna mína á Prezi, það var í fyrsta skipti sem ég notaði það forrit og ég lærði mikið á það og mun klárlega nota það aftur.
04
Af hverju valdi ég þetta verkefni?
Ég valdi verkefnið Fame vegna þess að það var mikil fjölbreytni í verkefninu og vegna þess að bæði mátti ráða viðfangsefni og hvernig útfærslan ætti að vera. Það mátti búa til kynningu, fréttablað og jafnvel skrifa ritgerð svo dæmi séu nefnd. Ég valdi verkefnið einnig vegna þess að það var góð æfing í því að koma fram og kynna fyrir framan aðra á ensku.